Thursday, June 4, 2020

Blá líf og svört: Blús og pólitík

Fátækt á þriðja og fjórða áratugnum. Seinni heimsstyrjöldin. Víetnam. Katrina. Blúsinn er kannski alltaf í grunninn pólitísk tónlist, einsog Angela Davis hefur viljað meina – tónlist frelsunar og félagslegrar pólitíkur hins persónulega – en hann einblínir samt fyrst og fremst á reynslu einstaklingsins og er sjaldan narratífur og hentar því illa í dæmisögur eða breiðar samfélagslýsingar eða mótmælasöng. Blúsinn fjallar ekki um það þegar allir vöknuðu kvenmannslausir í kulda og trekki, hann fjallar um það þegar ÉG vaknaði kvenmannslaus í kulda og trekki. En það eru samt tímabil hér og þar og einstakir listamenn sem voru og eru pólitískir.

Einsog stundum fyrir þessar færslur gerði ég langan spilunarlista með helstu „pólitísku blúsunum“ og síðan raðaði ég lögunum eftir ártali til þess að fá einhvers konar yfirsýn yfir þróunina. Það sem blasti við voru fjórar kveikjur – kreppan, stríðið, Víetnam og Katrina. Auðvitað væri hægt að gera lista með einu lagi frá hverju ári ef maður vildi skoða þróun pólitíska blússins sem slíks en þá myndi maður missa af lægðunum, svo að segja.

Það er líka áhugavert að fátæktarlögin á fyrsta tímabilinu byrja áður en kreppan skellur á. Nobody Knows You When You're Down and Out er auðvitað þekkt og fjallar um fallvaltleika ríkidæmisins – ekki beinlínis neitt kommalag, þótt það sé frábært – og kemur út rétt fyrir hrunið 1929. En heilu ári fyrr gefur Bessie út Poor Man's Blues þar sem fátæka konan snýr sér að ríka manninum og ákallar hann:
While you livin' in your mansion
You don't know what hard time means
While you livin' in your mansion
You don't know what hard time means
Oh, workin' man's wife is starvin'
Your wife is livin' like a queen

Sem er náttúrulega áminning um að þrátt fyrir allt grobbið og glitsið í kringum blúsinn á hinum hvínandi þriðja áratug fyrir kreppu var lítill jöfnuður meðal manna og bara fámenn klíka sem Jay Gatsby lífsstílnum. Ríkidæmið í kringum þær týpur er í sjálfu sér stundum lofsungið, en það undirstrikar líka óréttlætið að þeir sem fljóta upp úr fátæktinni inn í millistéttir, efri-millistéttir og hástéttir er allt hvítt fólk. Þá undirstrikar ríkidæmið líka bara hið almenna óréttlæti kapítalismans, að sumir eigi fullt og aðrir fátt.

Söngkonur einsog Bessie virðast líka hafa lagt sig eftir því að syngja pólitísk lög allan þriðja áratuginn – í blábyrjun ferils síns, 1923, syngur hún til dæmis hið feminíska Sam Jones Blues. Þegar ódámurinn sem hefur farið illa með hana birtist við dyrnar syngur hún:
I used to be your lawful mate
But the judge done changed my fate
Was a time you could-a' walked right in
And call this place your home sweet home
But now it's all mine, for all time
I'm free and livin' all alone
Don't need your clothes, don't need your rent
Don't need your ones and twos
Though I ain't rich, I know my stitch
I earned my strutting shoes
Say, hand me the key that unlocks my front door
Because that bell don't read Sam Jones no more, no
You ain't talkin' to Mrs. Jones
You speakin' to Miss Wilson now
Það eru ekki endilega fleiri örbirgðarblúsar eftir kreppu en fyrir – gítarblúsararnir sem tóku við af hinum fjölmennu og glitrandi vaudeville-sveitum voru vissulega fátækir og lifðu í kulda og trekki en þeir lifa líka til hliðar við hið breiða samfélag manna og litu ekki á sig sem málsvara eins eða neins, nema í besta falli dansgólfsins og lífsnautnanna (sem voru aðallega landi og konur). En þeir voru samt nokkrir og þar á meðal sá allra fallegasti blús sem ég hef nokkurn tíma heyrt og ég hef líklega deilt hér tvisvar nú þegar með höfundinum, Skip James, og kominn tími til að fá kover. Þetta er Buddy Guy á plötu frá 2004.

Þá er ekki síður áhugavert að þótt kveikjurnar séu þarna á tilteknum tímabilum þá er ekki þar með sagt að öll lögin séu bara alltaf um Víetnam og kreppuna og stríðið og Katrínu – heldur er meira einsog þjóðfélagsstemningin kalli á tiltekna afstöðu til lífsins, að annað óréttlæti verði líka ljósara. Big Bill Broonzy semur t.d. When Will I Be Called a Man árið 1928 (en það kemur ekki út í hans útgáfu fyrren 55), sem fjallar um kynþáttahatur, og Billie Holiday gefur út Strange Fruit árið 1939 (með talsverðum erfiðismunum eftir að Colombia hafnar því), sem fjallar um aftökur á svörtum mönnum. Á árunum í kringum stríðið syngur Lead Belly Bourgeois Blues, Take This Hammer og Jim Crow Blues – ekkert þeirra fjallar um stríðið en svo á hann auðvitað líka Mr. Hitler. 


En Lead Belly var gjarnan pólitískur og það voru t.d. Josh White og J.B. Lenoir líka, alveg sama hvenær maður kom að þeim. Josh White er sennilega einn af fyrstu alvöru dægurlagasöngvurum vesturlanda sem gerir hreinlega út á að vera pólitískur söngvari. Josh var prestssonur og kommúnisti frá suðrinu sem náði gríðarmiklum vinsældum í Bandaríkjunum og komst meira að segja í gott vinfengi við Roosevelthjónin á stríðsárunum – þau voru guðforeldrar sonar hans og nafna. Síðar syrti í álinn þegar McCarthyisminn hóf innreið sína í bandarískt samfélag og hann dregur sig mikið í hlé. Hann afneitaði kommúnismanum við nefndina, sagðist hafa verið leiddur á villigötur, en neitaði að gefa upp nöfn félaga sinna – sem var helsti gjaldmiðillinn ef maður vildi fá að lifa og starfa áfram óáreittur (í umræðu um svartlistun og „aflýsingu“ er gjarnan látið einsog það sé ekki ritskoðun nema maður hafi helst pappír upp á að maður hafi verið svartlistaður – eða að það eigi enginn frægð sína heldur sé hún forréttindi sem hægt sé að innkalla ef maður reynist ekki í húsum hæfur – bæði er að einhverju leyti satt og helbert kjaftæði, en fyrst og fremst er þetta allt grátt svæði). Í öllu falli hraktist White úr landi til Englands og var þar fram til 1955 – en sama ár kom þetta lag:


Free and Equal Blues er samið löngu fyrr og byggir á hinu fræga St. James Infirmary, sem enginn veit hver samdi, en Josh hafði sjálfur átt stóran smell með árið 1944. En textinn er ólíkt pólitískari – í stað þess að fjalla um mann sem finnur elskuna sína látna á spítala er það um mann sem fer á spítala og spyr lækni hvort blóðplasmi sem hann rekur augun í sé úr svörtum manni eða hvítum og læknirinn fer að útskýra að á slíku sé ekki nokkur munur. Forsendan er einföld og boðskapurinn didaktískur – fyrsta erindið kannski banalt – en svo tekur White á flug og textinn verður miklu brjálaðri (og nánast rappaðri) en í orginalnum:
So I stayed at that St. James Infirmary.
(I couldn"t leave that place, it was too interesting)
But I said to the doctor, "Give me some more of that scientific talk talk," and he did:
He said, "Melt yourself down into a crucible
Pour yourself out into a test tube and what have you got?
Thirty-five hundred cubic feet of gas,
The same for the upper and lower class."
Well, I let that pass . . .
"Carbon, 22 pounds, 10 ounces"
"You mean that goes for princes, dukeses and countses?"
"Whatever you are, that"s what the amounts is:
Carbon, 22 pounds, 10 ounces; iron, 57 grains."
Not enough to keep a man in chains.
"50 ounces of phosophorus, that"s whether you"re poor or prosperous."
"Say buddy, can you spare a match?"
"Sugar, 60 ordinary lumps, free and equal rations for all nations.
Then you take 20 teaspoons of sodium chloride (that"s salt), and you add 38
quarts of H2O (that"s water), mix two ounces of lime, a pinch of chloride of
potash, a drop of magnesium, a bit of sulfur, and a soupֱon of hydrochloric
acid, and you stir it all up, and what are you?"
"You"re a walking drugstore."
"It"s an international, metabolistic cartel."
And that was news, yes that was news,
Þetta sama ár, 1955, birtist svo Muddy Waters og svaraði spurningunni sem Big Bill hafði spurt á tónleikum 1928 (en ekki gefið út fyrren einmitt þetta sama ár líka), hvenær hann yrði kallaður maður, með laginu Mannish Boy. Einsog ég hef nefnt kemur óþolinmæðin með rafmagnsblúsnum – og skal engan undra. Útlegging Muddys var enda sú að hann skildi kallaður maður strax, umyrðalaust, og ekkert kjaftæði. Af því ég er búinn að spila það hérna áður (og allir þekkja það) læt ég nægja að spila stórgóða og afar ólíka útgáfu Jimis Hendrix frá 1967.Hippaárin eru gjöful þegar kemur að pólitískum blúsum. Það syngja næstum allir eitthvað um Víetnamstríðið – JB Lenoir er með Vietnam Blues (1965), John Lee Hooker með I Don't Wanna Go To Vietnam (1968), Champion Jack Dupree með Vietnam Blues (1971), Lightnin' Hopkins með Vietnam Wars Pt. 1 & 2  (1968) og hið frábæra Please Settle in Vietnam ári síðar. Þar harmar Lightning sannarlega stríðið en sér líka ákveðnar jákvæðar hliðar á því, með sínu eigin sérstæða Pollýönnunefi:
My girlfriend got a boyfriend fighting
She don't know when that man coming back home
I said I hope he'll stay forever
Cuz I ain't gonna leave that girl aloneOg svo framvegis og svo framvegis; en það eru líka lög um annan harm og óréttlæti – Nine Simone er með nokkur geggjuð, t.d. Four Women (um örlög fjögurra kvenna) og Backlash Blues (um allra handa óréttlæti, m.a. Víetnam), Mimi og Richard Farina eru með Mainline Prosperity Blues („Well, companion, you'll forgive me / if I seem unwilling to succeed“). Upp úr 1970 er svo að koma þreyta í mannskapinn og árið 1972 koma Little Feat með lagið A Apolitical Blues – sem Van Halen koveruðu á plötunni OU812 (sem er einmitt fyrsta platan sem ég átti á geisladisk og ég fékk að gjöf frá móðurbróður mínum, Tryggva Hübner, sem er heiðursfélagi í Blúsfélagi Íslands og einhver allra besti gítarleikari landsins). Lagið er einsog létt útlegging á forhippískum smelli Bítlanna, Revolution, þar sem Maó formaður hringir í ljóðmælanda en ljóðmælandi bara nennir ekki að tala við hann í dag. Þetta ku versti blús allra blúsa („that's the meanest blues of all“) – að vakna ekki bara kvenmannslaus heldur þreyttur á samfélagsmálunum, algerlega ópólitískur, hugsanlega bara samviskulaus. Í útgáfu Little Feat upplifir maður þetta sem í senn grín og alvöru – það er eitthvað létt og skiljanlegt í því – en Van Halen útgáfan er einhvern veginn kaldari. Einsog Little Feat viti betur en að halda að maður þurfi að nenna Maó (eða Maóistum) til að vera pólitískur – á meðan Van Halen vilji bara skreyta sig með því að vera sama.


Stóru augljósu lægðirnar í pólitískum blúsum sýnast mér vera um miðjan fjórða áratuginn og frá stríðslokum og fram til 1960 – með þeim undantekningum þó að á þeim tíma er JB Lenoir á fullu, Muddy gefur út Mannish Boy og Floyd Jones kemur með verkalýðsblúsinn Stockyard Blues:
Frá því um 1970 og hreinlega fram að fellibylnum Katrínu 2005 er fátt um fína drætti. Auðvitað eru lög – það eru alltaf lög og yfirleitt góð lög – en pólitískur blús er hvorki í tísku né nær hann máli að ráði. Stevie Ray koverar bítlalagið Taxman (með svolítið harðari beiskju), Louisiana Red semur Reagan is for the Rich Man, Sunnyland Slim tekur upp Be Careful How You Vote, Odetta koverar Jim Crow Blues eftir Lead Belly og RL Burnside á kombakk á bakinu á Jon Spencer's Blues Explosion og gefur út hið æææææææææðislega og fullkomlega súrrealíska Tojo told Hitler.Svo kemur 9/11 og fjórum árum síðar fellibylurinn og þá verður sprenging. Otis Taylor kemur með Rosa, Rosa (2002) og Ten Million Slaves (2003), Guitar Shorty er með We, The People (2006), Norman og Nancy Blake eru með Don't Be Afraid of Neo-Cons (2006), Charlie Musselwhite með Black Water (2006), Watermelon Slim er með samnefnt lag ári síðar, BB King koverar Backwater Blues eftir Bessie Smith (sem fjallar um flóðin í Mississippi 1927, sem var algengt þema í blúslögum þá – má líka nefna When the Levee Breaks eftir Memphis Minnie, sem Led Zeppelin gerðu að sínu – en vísar auðvitað í Katrínu og New Orleans þegar BB tekur það), Derek Trucks tekur Band-lagið Down In The Flood (2009), Roy Zimmerman er með Chickenhawk (2006) og svo framvegis.

Yfirsýn mín verður verri eftir því sem nær dregur samtímanum en ég held að botninn hafi svolítið dottið úr þessu upp úr 2010. Ég er ekki með neitt lag frá 2009 til 2018 – þegar Delgrés gefa út hina geðveiku Mo Jodi plötu þar sem meðal annars má finna Mr. President. 2019 gefur Gary Clark jr. (sem er kannski ekki minn tebolli þótt lagið venjist) út This Land. En í þessu grúski rakst ég líka á eitt lag eftir Corey Harris, sem ég hef haldið upp á þótt þetta lag hafi farið framhjá mér. Corey var í stóru hlutverki í fyrstu myndinni í fimm kvikmynda seríu Scorseses um blúsinn, Feel Like Going Home, og ég uppgötvaði hann fyrir 1-2 árum í gegnum kover af God Don't Ever Change eftir Blind Willie Johnson. Nánast í þessum orðum skrifuðum renndi ég yfir lagalistana á síðustu plötum hans – af því ég hef fylgt honum á Twitter og veit hann er pólitískur þótt ég hafi lítið spáð í það í tengslum við lögin (mest hlustað á koverin hans) – og þá bara birtist þetta og ég hlustaði á það og ég get svoleiðis svarið það að mér lá við að fara grenja. Það er greinilega nýbúið að hlaða laginu upp á YouTube en það er tveggja ára gamalt af plötunni Free Water Way.AUKAEFNI:

Listinn – og hlekkur á playlistann á Spotify. Ég hefði getað tiltekið miklu fleiri lög frá bissí árunum – en mjög lítið fleira frá lægðarárunum.

1923 Sam Jones Blues – Bessie Smith
1928 Poor Man's Blues    Bessie Smith
1928 When Will I Be Called a Man – Big Bill Broonzy (tekið upp 1955)
1929 (What Did I Do to Be So) Black and Blue    Louis Armstrong
1930 When the War Was On – Blind Willie Johnson
1931 orginall, 2004 með Buddy – Hard Time Killing Floor   Buddy Guy
1937 Bourgeois Blues    Lead Belly
1939 Strange Fruit    Billie Holiday
1940 Take This Hammer    Lead Belly
1940 Jim Crow Blues    Lead Belly
1941 Southern Exposure    Josh White
1941 Uncle Sam Says – Josh White
1942 Mr. Hitler    Lead Belly
1943 War Song    Buster Brown
1947 Stockyard Blues    Floyd Jones
1951 Black, Brown and White    Big Bill Broonzy (samið 45)
1954 Eisenhower Blues  – J.B. Lenoir
1954 I'm in Korea    J.B. Lenoir
1954 Livin' In The White House    J.B. Lenoir
1955 Free & Equal Blues (samið 40ogeitthvað) – Josh White
1955 Mannish Boy    Muddy Waters
1960 Democrat Man – John Lee Hooker
1963 Red's Dream – Louisiana Red
1965 No Payday Here    J.B. Smith
1965 Vietnam Blues    J.B. Lenoir
1965 Mainline Prosperity Blues    Mimi And Richard Farina
1966 Four Women – Nina Simone
1967 Backlash Blues – Nina Simone
1967 Politician – Cream
1968 Big Boss Man – Jimmy Reed
1968 I Don't Wanna Go To Vietnam    John Lee Hooker
1969 Please Settle in Vietnam    Lightnin' Hopkins
1969 Vietnam T-Bone Walker
1969 Poor Moon - Bonus Track    Canned Heat
1969 Why I Sing the Blues – BB King
1970 This is not a song, it's an outburst: or the establishment blues – Rodriguez
1972 A Apolitical Blues    Little Feat (líka til með Van Halen!)
1983 Reagan is for the Rich Man – Louisiana Red
1986 Taxman – Stevie Ray Vaughan
1989 Be Careful How You Vote – Sunnyland Slim
1996 Tojo Told Hitler    R.L. Burnside
2001 Jim Crow Blues    Odetta
2002 Ten Million Slaves    Otis Taylor
2003 Rosa Rosa – Otis Taylor
2004 The Problem – JJ Cale
2006 Waves Of Grain    Two Gallants
2006 We The People    Guitar Shorty
2006 Don't Be Afraid Of the Neo-Cons    Norman Blake, Nancy Blake
2006 Chickenhawk    Roy Zimmerman
2006 Black Water    Charlie Musselwhite
2007 Bring The Boys Back Home    David Evans
2007 Jesus And Mohammed    Candye Kane
2007 You Don't Really Wanna Know    Charlie Wood
2008 A Time For Peace    Eddy Clearwater
2009 Dubb's Talkin' Barnyard Blues    Doug MacLeod
2009 Down in the Flood – Derek Trucks
2018 Mr President    Delgres
2018 I Can't Breathe – Corey Harris
2019 This Land – Gary Clark Jr.  

No comments:

Post a Comment